Velkomin á heimasíðu Lionsklúbbs Patreksfjarðar

10. febrúar 2003
4 nýjir félagar ganga í Lionsklúbb PatreksfjarðarNýju félagarnir eru f.v. Ingimundur Andrésson, Árni Gunnar Bárðarson, Halldór Kolbeins og Brynjar Þór Þorsteinsson.
Á 8. fundi, Þorrafundi, Lionsklúbbs Patreksfjarðar sem haldin var þann 9. febrúar voru við hátíðlega athöfn teknir inn fjórir nýjir félagar. Þeir eru Árni Gunnar Bárðarson, Brynjar Þór Þorsteinsson, Halldór Kolbeins og Ingimundur Andrésson og er þá félagatalan komin í 33 félaga.  Ingimundur er þó ekki ókunnugur klúbbnum því hann var félagi frá 1977 til 1984.  Vefurinn býður nýja félaga velkomna og óskar þeim velfarnaðar í starfi fyrir klúbbinn í framtíðinni. Hægt er að sjá myndir frá Þorrafundinum á myndasíðuni.

10. febrúar 2003
Monrach Chevron merki afhent
Á 8. fundi vetrarins Hilmari Jónssyni afhent Monrach Chevron merki fyrir 30 ára starf í Lionshreyfingunni.

Frétt af Tíðis, þann 5. febrúar 2003Halldór afhendir Helgu Leikskólastjóra gjöfina.
Lionsklúbbur Patreksfjarðar færir Arakletti gjafir
Lionsklúbbur Patreksfjarðar er enn á ferðinni færandi hendi. Hafa þeir verið iðnir við að útdeila gjöfum og styrkjum til handa stofnunum er viðkoma börnum og unglingum á Patreksfirði. Í dag fóru félagarnir Halldór Þórðarson, Geir Gestsson og Óskar Gíslason félagar í Lionsklúbbi Patreksfjarðar í heimsókn í leikskólann Araklett. Þeir voru aldeilis ekki tómhendir heldur höfðu þeir með í fararteskinu 32" Sony sjónvarp, Sony video, sjónvarpsborð og átta myndbandsspólur með barnaefni,
þetta er að verðmæti 290.000.00. kr.

4. febrúar 2003
MyndirSlappað af í yndislegur veðri á fjölskyldudegi Lions.
Unnið hefur verið að uppfærslu á Lionsvefnum að undanförnu og m.a. eru komnar inn myndir frá Konukvöldinu 2002 og frá fjölskyldudeginum 26. maí sl. þar sem við áttum yndislega stund með fjölskyldum okkar í frábæru veðri.

31. Janúar 2003
Merki Kay K. Fukushima alþjóðaforseta
Vegna spurninga um merki núverandi alþjóðaforseta, á síðasta félagsfundi, vill vefsíðan benda félögum á heimasíðu Lionsclub International , þar sem félagar geta glöggvað sig á þessum merkismanni.  Hér til hliðar er merki hans.

Frétt af bb.is og Tíðis, þann 26. desember 2002
Reykskynjari kom í veg fyrir stórtjón
Eldur kom upp í jólaskreytingu í heimahúsi á Patreksfirði um hátíðirnar. Íbúi hússins, öldruð kona var heima er eldurinn kom upp, en hún býr ein. Var hún á öðrum stað í húsinu er reykskynjari fór í gang. Er konan kom að skreytingunni sem var á stofuborðinu, náðu eldtungur hátt í loft. Náði konan að slökkva eldinn áður en hann náði að læsa sig í nærliggjandi hluti og kom þannig í veg fyrir stórtjón.
Fram kemur á Patreksfjarðarvefnum að félagsmenn í Lions-hreyfingunni á Patreksfirði höfðu fyrir nokkru gengið í öll hús á Patreksfirði og gefið fólki reykskynjara. Settu þeir einnig skynjarana upp fyrir fólk. Þar sem eldurinn kom upp höfðu Lionsmenn nýlega sett upp reykskynjara.

14. desember 2002
Reykskynjarar í hvert hús á Patreksfirði
- vel tekið á móti félögum.
Félagar í Lionsklúbb Patreksfjarðar gengu í hús í dag og gáfu öllum bæjarbúum reykskynjara og sáu um uppsetningu á þeim.  Forsprakki átaksins, Skjöldur Pálmason, segir að allir hafi tekið vel á móti Lionsmönnum.  Þeir sem ekki voru heima þegar Lionsmenn voru á ferðinni geta hringt í 896 1462 og fengið upplýsingar um hvert þeir eiga snúa sér í því.

21. október 2002
Vetrarstarfið að hefjast
- fyrsti fundur haldinn á sunnudaginn nk.
Vetrarstarf Lionsklúbbs Patreksfjarðar er að fara hefjast.  Undirbúningur hefur þó staðið yfir lengi, m.a. fóru Hjörtur Sigurðarson og Geir Gestsson á námskeið í Munaðarnesi um sl. helgi og lærðu þar margt og mikið og höfðu gaman af.  Ný kjörorð klúbbsins lýsir væntanlega vetrarstarfinu sem verður fjörugt.  Nýja stjórnin er skipuð þeim Halldóri Þórðarsyni, formanni, Geir Gestssyni, ritara og Óskari Herði Gíslasyni, gjaldkera.  Varaformaður er Guðmundur Óskar Hermannsson.  Dagskrá vetrarstarfsins er komin á vefinn.

12. október 2002
Sigurgangan heldur áfram
- nú var kvenfélagið lagt af velli.
Fyrsta kvöldið af fjórum í spurningakeppni Blakks og Unnar var haldið í kvöld.  Þar kepptu m.a. Lionsklúbbur Patreksfjarðar við Kvenfélagið Sif.  Kvenfélagskonur virtust vera hafa sigur í lokin en með dæmalausri elju og keppnisskapi og að sjálfsögðu dyggum stuðningi úr sal unnu hinir þrír fræknu Vitringar með því að leggja undir stig á loka metrunum.  Er óhætt að segja að okkar menn verða skeinuhættir í næstu keppnum.

1. október 2002
Viðurkenning  frá alþjóðaskrifstofu fyrir félaga-fjölgun
- hlutfallslega mikil fjölgun í LP á liðnu starfsári.
Í bréfi sem undirritað er af J. Frank Moore III, fráfarandi alþjóðaforseta Lions,  óskar hann LP til hamingju með árangurinn og biður okkur að þiggja merki til að setja í fánann okkar (sjá mynd).  Segir Frank að klúbburinn hafi uppfyllt þau markmið starfsársins að fjölga í Lions með sameiginlegu átaki.  Með því að fjölga félögum erum við að gera betur í að hjálpa öðrum.

 

 

 

  Eldri fréttir


Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina

 Síðan er í stöðugri endurskoðun Í vinnslu - alltaf !.

Síðan var síðast uppfærð 25/06/2003.

Sendið athugasemdir til netstjóra lionsklpat@torg.is